Valdir verða umsækjendur til að vinna að hugmynd fyrir heildar nýtingu og skipulag svæðisins. Sú tillaga sem þykir best verður þróuð áfram í samstarfi milli Vestmannaeyjabæjar og viðkomandi fagaðila.
Val á umsækjendum mun taka mið af fyrri verkum umsækjenda, umsögnum vegna fyrri verka og viðtölum við viðkomandi.
Áhugasamir aðilar eru beðnir að hafa samband við skipulagsfulltrúa – dagny@vestmannaeyjar.is. Með umsókn skulu fylgja fyrri verkefni af svipuðum toga og mun valnefndin styðjast við þau gögn við val á umsækjendum.
