Samstarfshópur Landakirkju, Heilsugæslu Vestmannaeyja og félags-og fjölskyldusviðs Vestmannaeyja.
Samstarfshópurinn hefur ákveðið að bjóða uppá sjálfshjálparhóp/hópa fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis. Með þátttöku í hópastarfi er einangrun rofin og þátttakendur veita hver öðrum stuðning. Samkennd og trúnaður ríkir í samskiptum þátttakenda og rauði þráðurinn í starfinu er sjálfsstyrking.
Fyrsti sjálfshjálparhópurinn mun hittast 18. apríl 2006 kl. 19.30 í safnaðarheimili Landakirkju. Leiðbeinendur eru Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi og Guðný Bogadóttir hjúkrunarfræðingur. Hóparnir munu síðan hittast vikulega í 7 vikur og skuldbinda þátttakendur sig til skyldumætingar á fundina.
Hægt er að skrá þáttttöku með því að;
- hafa samband við Guðrúnu Jónsdóttur félagsráðgjafa hjá félags -og fjölskyldusviði í gegnum þjónustuver Ráðhússins í síma 488-2000
- Senda tölvupóst til leiðbeinandanna á netföngin gudrun@vestmannaeyjar.is eða gbhiv@eyjar.is
- Eða hringja í síma 844-0625
Fyrir hönd samstarfshópsins:
- Hera Ósk Einarsdóttir, félagsráðgjafi/framkvæmdastjóri
- Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi
- Guðný Bogadóttir hjúkrunarfræðingur
- Séra Þorvaldur Víðisson
- Séra Kristján Björnsson