Áki er hafsjór af fróðleik og þekkir menn og málefni betur en flestir. Það hefur sannarlega komið sér vel fyrir marga. Áki er einnig mikið gæðablóð, einlægur, kíminn og það þykir einhvern veginn öllum vænt um Áka.
Samstarfsfélagar kveðja Áka með söknuði en jafnframt þakklæti fyrir gott starf í þágu sveitarfélagsins, dýrmæta vináttu og góðar samverustundir. Nú taka við nýir tímar hjá Áka og óskum við honum velfarnaðar í hvívetna.