Helstu verkefni:
- Launavinnsla, skráning, útreikningur og frágangur launa.
- Greining launaupplýsinga og áætlanagerð
- Skráning starfsmanna í upplýsingakerfi bæjarins ásamt yfirferð samninga.
- Upplýsingagjöf til starfsmanna vegna útborgunar launa
- Umsjón með tíma- og fjarvistarskráningu starfsmanna í Vinnustund, viðverukerfi.
- Samskipti við starfsmenn, lífeyrissjóði, stéttarfélög og opinbera aðila.
- Eftirlit með framkvæmd kjarasamninga.
- Samráð og ráðgjöf til stjórnenda á sviði kjaramála
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Þekking og reynsla af launavinnslu
- Reynsla af notkun launakerfa og annarra upplýsingakerfa á sviði starfsmannamála
- Þekking á kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga er kostur
- Mjög góð kunnátta og færni í Excel
- Nákvæmni í vinnubrögðum
- Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
- Skipulags-og greiningarhæfni
Nánari upplýsingar um starfið veitir Eyrún Sigurjónsdóttir, deildarstjóri launadeildar, í síma 488 2000 eða á netfangið: eyrun@vestmannaeyjar.is
Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknum ásamt menntunar- og starfsferilskrá, auk kynningarbréfs með ástæðu umsóknar skal skila til bæjarskrifstofu Vestmannaeyja, Bárustíg 15, 900 Vestmannaeyjum og merkja „Sérfræðingur á launadeild“. Einnig er hægt að skila umsóknum á netfangið postur@vestmannaeyjar.is
Vestmannaeyjabær hvetur alla áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Umsóknarfrestur er til og með 11.október 2021
