Fara í efni
07.11.2005 Fréttir

Samtök áhugafólks um skólaþróun (SÁS)

Stofnþig samtakanna verður haldið á Selfossi föstudaginn 18. nóvember 2005. Samtök áhugafólks um skólaþróun (nafnið ekki enn ákveðið) eru umræðu- og samstarfsvettvangur þeirra sem áhuga hafa á markvissri þróun skólasta
Deildu

Stofnþig samtakanna verður haldið á Selfossi föstudaginn 18. nóvember 2005.

Samtök áhugafólks um skólaþróun (nafnið ekki enn ákveðið) eru umræðu- og samstarfsvettvangur þeirra sem áhuga hafa á markvissri þróun skólastarfs, skólaumbótum og rannsóknum.
Samtökin henta kennurum, stjórnendum, kennsluráðgjöfum og kennaramenntunarfólki sem áhuga hefur á að efla þátt virkra kennsluaðferða, sjálfstæðra viðfangsefna, skapandi starfs, samkennslu, teymiskennslu, heildstæðrar kennslu, einstaklingsmiðaðs náms og samvinnunáms.
Samtökin munu gangast fyrir árlegum ráðstefnum þar sem fólk miðlar af reynslu sinni, skiptist á skoðunum og lærir hvert af öðru. Þá stefnir félagið að útgáfustarfi, m.a. rekstri upplýsingavefjar um skólaþróun.

Sjá nánar

Stofnþing S amtaka á hugafólks um s kólaþróun
verður haldið á Hótel Selfossi
föstudaginn 18. nóvember 2005
Þema: Kennarinn sem leiðtogi í breytingastarfi
Þingforsetar:
Eiríkur Hermannsson fræðslustjóri Reykjanesbæjar,
Sif Vígþórsdóttir skólastjóri Norðlingaskóla
Árdegisdagskrá: 10:00-12:00 og 13.00-14.00

Málstofur / samráðsfundir
(umsjónarmenn eru kennarar og skólastjórar sem hafa reynslu á viðkomandi sviði).

Gert er ráð fyrir að hver þátttakandi sæki tvær málstofur. Fyrri málstofurnar hefjast kl. 10.00 og standa til kl. 11.30 (Teymiskennsla, Lýðræði í skólastarfi og Einstaklingsmiðað námsmat). Seinni málstofunar (Sveigjanleg nýting kennslurýmis, Hvernig er unnt að auka sjálfstæði og ábyrgð unglinga og Samkennsla aldurshópa) hefjast kl. hefjast kl. 11.45. og standa til kl. 14.00, með hádegishléi. Umsjónarmenn eru málshefjendur og stýra umræðum. Gert er ráð fyrir því að allir þátttakendur séu reiðubúnir til að leggja af mörkum um tilræðunnar og lýsa reynslu sinni.

10.00-11.30

Teymiskennsla

Umsjón:
Margrét Einarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Korpuskóla, ásamt Rósu
Harðardóttur, Jóhönnu Láru Eyjólfsdóttur og Björgu V. Kjartansdóttur kennurum við sama skóla.

Lýðræði í leikskólastarfi
Umsjón:

Jóhanna Einarsdóttir dósent við Kennaraháskóla Íslands og Sigrún Sigurðardóttir skólastjóri leiksskólans Hofs

Einstaklingsmiðað
námsmat

Umsjón:
Ragnheiður Hermannsdóttir kennari í Vesturbæjarskóla og Sigurborg Jónsdóttir kennari í Borgarholtsskóla

11.45-14.00 (hádegiishlé
12.15-13.00)

Sveigjanleg nýting kennslurýmis

Umsjón:
Ingveldur Eiríksdóttir og Jóna Björk Jónsdóttir kennarar í Sunnulækjarskóla

Hvernig er unnt að auka sjálfstæði og ábyrgð unglinga í námi.
Umsjón:
Kristín Jónsdóttir deildarstjóri Langholtsskóla og Valgerður Ósk Einarsdóttir kennari við Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Samkennsla
aldurshópa

Umsjón:
Hafsteinn Karlsson skólastjóri Salaskóla, Rúnar Sigþórsson dósent við HA og Sif Vígþórsdóttir skólastjóri nýja skólans í Norðlingaholti

Síðdegisdagskrá, kl. 14.00-24.00

14:00-14:30
Skráning
14:30
Setning / ávarp undirbúningsnefndar: Ingvar Sigurgeirsson prófessor
14:45-15:45

Inngangsfyrirlestur: Barry C. Murphy, skólastjóri og kennsluráðgjafi:
The Leadership Role of Teachers in School Improvement

15:45-16:00
Hlé
16:00-17:30

Að leiða breytingar - hlutverk skólastjóra - hlutverk kennara
Stutt erindi frá öllum skólastigum:
Leikskólastig: Kristín Einarsdóttir skólastjóri og Gunnur Árnadóttir leikskólanum Garðaborg
Grunnskólastig: Guðbjartur Hannesson, skólastjóri Grundaskóla og Ásta Egilsdóttir kennari við sama skóla
Framhaldsskólastig: Guðbjörg Aðalbergsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga og Alda Baldursdóttir kennari við sama skóla

17:45-18.45
Stofnfundur SÁS

Dagskrá:

  • Fundarsetning: Helgi Grímsson, skólastjóri Sjálandsskóla
  • Kosning starfsmanna fundarins
  • Lög félagsins - starfsáætlun og stefnumörkun
  • Tillaga að árgjaldi
  • Ályktanir
  • Kosning stjórnar og varamanna
  • Kosning uppstillingarnefndar og endurskoðenda
  • Önnur mál

19:00-20:00
Dagskrá í Sunnulækjarskóla
20:30
Hátíðarkvöldverður

Skráning

Heimasíðan er http://vefir.khi.is/skolathroun/

Fræðslu-og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar.