Fara í efni
12.09.2005 Fréttir

Samstarfsverkefni VERTU TIL og Vestmannaeyjabæjar

Vestmannaeyjabær hyggst taka þátt í samstarfsverkefni Vertu til hópsins en eitt af markmiðum verkefnisins er að aðstoða sveitarfélög við að móta stefnu í forvörnum/vímuvörnum. Vertu til hópurinn veitir sérfræðiþjónustu og aðstoð vegn
Deildu

Vestmannaeyjabær hyggst taka þátt í samstarfsverkefni Vertu til hópsins en eitt af markmiðum verkefnisins er að aðstoða sveitarfélög við að móta stefnu í forvörnum/vímuvörnum. Vertu til hópurinn veitir sérfræðiþjónustu og aðstoð vegna stefnumótunar- og framkvæmdar forvarnar.

Stefnumótunarvinnan fer fram í þremur lotum þar sem sérfræðingur í stefnumótunarvinnu sækir sveitarfélagið heim ásamt starfsmanni Vertu til. Um er að ræða þrjá vinnudaga, fimm klukkutíma í senn á tímabilinu september til nóvember á þessu ári.

Lögð verður sérstök áhersla á að vinna út frá forsendum Vestmannaeyja. Það er ljóst að í sveitarfélaginu er þegar gífurleg reynsla varðandi forvarnarstarf og mjög víða er verið að vinna öflugt starf. Í þessu stefnumótunarvinnu er lögð mikil áhersla á að nýta þessa reynslu og öll þau tækifæri sem í sveitarfélaginu býr.

Meginmarkmið verkefnisins er aðstoð við að:

· skapa skýra framtíðarsýn og móta stefnu sveitarfélagsins til forvarna;
· meta stöðu og möguleika forvarnarmála í núverandi umhverfi,
· skilgreina stefnur sem leiða mun sveitarfélög að skilgreindri framtíðarsýn,
· skilgreina markmið, árangursmælingar og lykilatriði til árangurs,
· stilla ofangreindu upp í skorkort forvarnarmála fyrir sveitarfélagið,
· framkvæma stefnu með völdum verkefnum og skapa umgjörð fyrir eftirfylgni,

Áhersla er lögð á að auðvelda sveitarfélaginu utanumhald forvarnarmála og finna ákjósanlegan farveg samstarfs allra hagsmunaaðila innan sveitarfélagsins. Æskilegt er því að allir þeir sem koma að forvörnum í Eyjum mæti með sína fulltrúa í þessa vinnu og hefur undirritaður þegar haft samband við helstu lykilaðila í forvörnum s.s. skóla, heilsugæslu, löggæslu, félagsþjónustu, íþrótta- og tómstundastarfi, kirkju, foreldrafélögin o.fl.

Vertu til er samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Lýðheilsustöðvar. Bent er á
heimasíðu verkefnisins: http://www.vertutil.is/.
Fyrsti fundur verður 26. september 2005.

Jón Pétursson sálfræðingur
Félags- og fjölskyldusviðs