Vestmannaeyjabær óskar eftir samstarfi til allt að 5 ára.
Gert er ráð fyrir að leigutaki taki við aðstöðunni og sjái um allan daglegan rekstur svæðisins, markaðssetningu, innheimtu afnotagjalda, umhirðu, uppbyggingu og viðhaldi á svæðinu.
Núverandi stærð tjaldsvæðis er 1,6 ha en gert er ráð fyrir 1,1 ha stækkun.
Rekstur skal hefjast eigi síðar en 1. maí ár hvert. Lögð er áhersla á að svæðið verði vel við haldið en útlit tjaldsvæðisins er mikilvægt fyrir ásýnd sveitarfélagsins. Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við Ernu Georgsdóttur, ernag@vestmannaeyjar.is
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu og þekkingu á ferðaþjónustu.
Við yfirferð tilboða verður m.a. litið til:
Kostnaðar við þjónustu.
Aðbúnað ferðamanna.
Aðgengi að þjónustu.
Framtíðar sýnar hvað samstarfið varðar.
____________________________________________________________________________
Veittur er fyrirspurnarfrestur til kl. 12:00 þann 5. janúar 2024. Tilboð skulu senda rafrænt á netfangið ernag@vestmannaeyjar.is.
Með tilboði skulu fylgja hugmyndir leigutaka um rekstur og uppbyggingu svæðisins.
Gefa skal upp nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer ásamt tilboðsgögnum.
Tilboðum skal skila fyrir kl. 12:00 þann 12. janúar 2024.
Áskilinn réttur til að hafna öllum tilboðum. Öllum tilboðum verður svarað skriflega eftir að ákvörðun Vestmannaeyjabæjar liggur fyrir.
F.h. Vestmannaeyjabæ
