Fara í efni
07.02.2022 Fréttir

Samstarf um rekstur tjaldsvæða

Vestmannaeyjabær óskar eftir samstarfi við áhugasama aðila um rekstur tjaldsvæða. Um er að ræða tjaldsvæðið í Herjólfsdal og við Þórsheimilið auk stærri svæða við ákveðin tilefni.

Deildu

Við yfirferð tilboða verður m.a. litið til:

  1. Kostnaðar við þjónustu.
  2. Aðbúnað ferðamanna.
  3. Aðgengi að þjónustu.
  4. Framtíðar sýnar hvað samstarfið varðar.

Vestmannaeyjabær áskilur sér rétti til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Nánari upplýsingar og útlistun á hugmyndum Vestmannaeyjabæjar um samstarf er hægt að fá hjá Umhverfis- og framkvæmdasviði eða með tölvupósti á netfangið linda@vestmannaeyjar.is.

Frestur til að skila inn hugmyndum að samstarfi í samræmi við gögn hefur verið veittur til 20. febrúar n.k. Skila skal hugmyndum í netfangið linda@vestmannaeyjar.is