Fara í efni
25.02.2007 Fréttir

Samráðsfundur um öryggismyndavélakerfi á hafnarsvæðinu

Þriðjudaginn 27. febrúar n.k. kl:12:05-13:00 verður haldinn samráðsfundur um öryggismyndavélakerfi á hafnarsvæði Vestmannaeyjahafnar.Fundurinn verður haldinn í fundarsal Umhverfis-og framkvæmdasviðs að Tangagötu 1 í húsnæði Hitaveitu Suðurne
Deildu

Þriðjudaginn 27. febrúar n.k. kl:12:05-13:00 verður haldinn samráðsfundur um öryggismyndavélakerfi á hafnarsvæði Vestmannaeyjahafnar.
Fundurinn verður haldinn í fundarsal Umhverfis-og framkvæmdasviðs að Tangagötu 1 í húsnæði Hitaveitu Suðurnesja, 2.hæð
Á fundinn eru boðaðir þeir aðilar sem að hafa áhuga á að kynna sér eða taka þátt í samstarfi um uppbyggingu eftirlitskerfis á hafnarsvæði Vestmannaeyjahafnar.

Dagskrá fundar:

  • Kynning á núverandi kerfi
  • Möguleikar á stækkun
  • Umræður um samlegðaráhrif öryggisgæslu á hafnarsvæði

Framkvæmdastjóri Nortek sem útvegaði höfninni öryggismyndavélabúnað verður til að svara spurningum um tæknileg mál sem varða núverandi kerfi hafnarinnar.

Vinsamlegast staðfestið mætingu á fundinn á netfangið frosti@vestmannaeyjar.is.

Virðingarfyllst

  • Frosti Gíslason, framkvæmdastjóri Umhverfis-og framkvæmdasviðs
  • Ólafur M. Kristinsson, hafnarstjóri
  • Jón Árni Ólafsson, framkvæmda-og hafnarráði

Úr fundargerð Framkvæmda-og hafnarráðs þann 5. febrúar 2007.

Framkvæmda-og hafnarráð
Fundur nr. 15
Ár 2007, mánudaginn 5. febrúar

1. mál Öryggismyndavélar á hafnarsvæðinu
Rætt um fyrirkomulag og rekstur öryggismyndavélakerfis á hafnarsvæðinu.
Ráðið felur hafnarstjóra, framkvæmdastjóra Umhverfis-og framkvæmdasviðs og Jóni Árna Ólafssyni úr FH ráði að halda samráðsfund með hagsmunaaðilum á hafnarsvæðinu um öryggismyndavélakerfi á hafnarsvæðinu.