Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Haraldur Pálsson fyrir hönd félagsins undirrituðu samning um 30 m.kr hlutafé sem Vestmannaeyjabær hefur samþykkt að setja inn í félagið Eyjagöng ehf. sem hefur það að markmiði að fjármagna grunnrannsóknir á jarðlögum milli lands og Eyja vegna jarðgangagerðar.
Er þetta stórt skref og verður spennandi að fylgjast með framvindunni. Félagið mun halda opinn fund hér í Eyjum í janúar nk.
