Fara í efni
22.12.2022 Fréttir

Samningur um uppbyggingu á aðstöðu og nýbyggingu við Golfskála Vestmannaeyja

Í byrjun desember undirrituðu þau Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri og Sigursveinn Þórðarson, formaður Golfklúbbs Vestmannaeyja, samning um uppbyggingu á aðstöðu og nýbyggingu við Golfskála Vestmannaeyja.

Deildu

Með samningi þessum verður öll aðstaða fyrir kylfinga stórbætt, m.a. með góðu plássi fyrir golfherma til æfinga, bættum veislusal, og góðum geymslum fyrir golfbíla. Golfvöllurinn í Vestmannaeyjum er einn elsti golfvöllur landsins. Til að mynda er elsta golfholan á Íslandi staðsett á golfvellinum í Vestmannaeyjum og þrjár flatir eru upprunalegar frá vellinum sem opnaður var árið 1938. Þau Íris og Sigursveinn eru sammála um að golfvöllurinn í Vestmannaeyjum sé án efa sá fallegasti á landinu og undir það taka margir kylfingar og áhugafólk um golfvelli.