Fara í efni
15.12.2025 Fréttir

Samningur um flutning og lagningu almannavarnalagnar undirritaður við SUBSEA 7

Deildu

Vestmannaeyjabær hefur undirritað samning við fyrirtækið SUBSEA 7 Ltd. um flutning og lagningu almannavarnavatnslagnar NSL-4 milli lands og Eyja.

Samkvæmt samningnum mun fyrirtækið m.a. sjá um flutning, útlagningu og eftirlit.

Um er að ræða 12,7 km langa 8" lögn sem verður flutt frá Kalundborg í Danmörku til Eyja og verður hún sett niður næsta sumar milli Bakkafjöru á meginlandinu og Skansfjöru í Eyjum.

Áætluð verklok eru 1. september 2026