Fara í efni
25.06.2015 Fréttir

Sálfræðingur óskast - afleysing

Vestmannaeyjabær auglýsir eftir sálfræðingi til starfa hjá fjölskyldu- og fræðslusviði Vestmannaeyjabæjar. Um er að ræða afleysingu í eitt ár frá og með 1. september 2015. Starfið er á sviði skóla- og félagsþjónustu. 

Deildu
 Starfssvið sálfræðings

•          Ráðgjöf til foreldra barna og starfsfólks leik- og grunnskóla.

•          Forvarnarstarf.

•          Sálfræðilegar athuganir og greiningar á börnum, ráðgjöf og eftirfylgd mála.

•          Fræðsla og námskeið fyrir foreldra, nemendur og starfsfólk skóla.

•          Ráðgjöf og meðferð fyrir fjölskyldur og börn sem njóta þjónustu barnaverndar.

Sálfræðingur vinnur í þverfaglegu samstarfi við kennsluráðgjafa, félagsráðgjafa, starfsfólk skóla, starfsfólk félags- og heilbrigðisþjónustu og aðra sérfræðinga.

Menntunar- og hæfniskröfur

•          Sálfræðimenntun og réttindi til að starfa sem sálfræðingur

•          Sjálfstæði í vinnubrögðum

•          Góðir skipulagshæfileikar

•          Færni í samskiptum

•          Hæfni í þverfaglegu samstarfi

Upplýsingar veitir Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar (jonp@vestmannaeyjar.is) í síma 488 2000.

Umsóknarfrestur er til og með 20. júlí 2015.

Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á netfangið jonp@vestmannaeyjar.is. Með umsókn þarf að fylgja ferilsskrá um fyrri störf og menntun ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.