Nánast allir nemendur í fyrsta til sjöunda bekk taka þátt í sýningunni og um 30 á unglingastiginu. „Krakkarnir nálgast þetta með ýmsum hætti en allt tengist þetta sögu Eyjanna á einhvern hátt, bæði í fortíð og nútíð. Einnig er að finna mannamyndir og ýmislegt sem tengist lífi krakkanna sjálfra. Ég hvet svo fólk til að kíkja á sýninguna og það verður enginn fyrir vonbrigðum. Sjónarhorn krakkanna er svo mismunandi,“ sagði Bjartey sem setur upp sýninguna með Þóru Gísladóttur og Unni Líf Ingadóttur Ímsland sem líka kenna myndlist við Grunnskólann. Bæjarstjóri Vestmannaeyja, Íris Róbertsdóttir, opnar sýninguna á morgun kl. 16:00 með nokkrum orðum.
Hver bekkur er með sitt þema.
Fyrsti bekkur: Húsin í bænum.
Annar bekkur: Þrettándatröll.
Þriðji bekkur. Þjóðhátíð.
Fjórði bekkur: Eyjafólk.
Fimmti bekkur: Lundinn og lundapysjur.
Sjötti bekkur: Eldgosin.
Sjöundi bekkur: Tyrkjaránið.
Áttundi til tíundi bekkur: Sjómennska.