Helstu verkefni og ábyrgð
Þátttaka í undirbúningi opnunar Eldheima sem gert er ráð fyrir að opni formlega í maí 2014.
Ábyrgð á stjórnun, rekstri og stjórnsýslu safnsins. Undir verksvið safnstjóra heyra fjármál, starfsmannamál og framkvæmd ákvarðana bæjaryfirvalda
sem að safninu snúa. Safnstjóri skipuleggur þjónustu safnsins og leiðir aðra faglega starfsemi þess í samræmi við samþykktir og lög. Safnstjóri skal
hafa forystu við markaðssetningu á safninu, gæta að rekstri og hafa fagmennsku að leiðarljósi í hvívetna.
Æskilegar hæfniskröfur
• Menntun á framhaldsstigi sem og staðgóð þekking á menningarmálum.
• Þekking og áhugi á safna- og/eða menningarstarfi.
• Stjórnunarhæfileikar.
• Sannfærandi leiðtogahæfileikar, frumkvæði og skipulagshæfni.
• Skilningur á markaðsstarfi og hæfni til að leiða öfluga kynningu á safninu.
• Þekking á starfsumhverfi opinberrar stjórnsýslu er kostur.
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
• Góð tungumálakunnáttu og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti.
Frekari upplýsingar um starfið
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi og um ráðningaréttindi gilda reglur um réttindi og skyldur stjórnenda.
Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 15.02.2014
Ráðningarform: Ráðning til eins árs með möguleika á framlengingu
Nánari upplýsingar um starfið veitir Margrét Ingólfsdóttir í síma 488-2000 eða með því að senda fyrirspurn á margret@vestmannaeyjar.is.
Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á netfangið: margret@vestmannaeyjar.is