Fara í efni
24.10.2013 Fréttir

Safnahelgi 2013

 Safnahelgin hefst 31. október. Dagskráin er glæsileg og hægt er að sjá hana með því að smella á "meira" hér að neðan. 
Deildu
  1. Fimmtudagur 31. október
    Alþýðuhúsið
    Kl. 17:00 „Íslensku þjóðsögurnar.“ Myndlistarsýning Myndlistarfélags Vestmannaeyja.

    Vestmannaeyjaflugvöllur
    Kl. 18:00 „FÓLK.“ Ljósmyndasýning félaga úr ljósmyndaklúbbi Vestmannaeyja. 
    ...
    Föstudagur 1. nóvember
    Stafkirkjan
    Kl. 17:00 Formleg opnun. Forsvarsmenn Fornritafélagsins kynna stuttlega 5 binda ritverk um sögu Noregskonunga en síðasta bindið kom út í október sl. Balasz og Kitty ásamt Sólveigu Unni Ragnarsdóttur flytja tónlist.

    Bátasafn Þórðar Rafns við Flatir
    Kl. 20.00 Edda Andrésdóttir les úr nýrri bók sinni „Til Eyja“.
    Vinaminni
    Kl. 21.00 Davíð, Siggi og Árný, Dr. Gústi, Helga, Arnór og fleiri leika og syngja .

    Laugardagur 2. nóvember
    Safnahús
    Sýningar í Einarsstofu.
    Týnda fólkið. Konur í einkaskjalasöfnum, þ.á.m. lausamennskubréf vinnukvenna sem að fengu sig lausar úr vistarböndum um aldamótin 1900. Framlag Héraðsskjalasafnsins til Norræna skjaladagsins.

    Friðrik Jesson. Sýning á ljósmyndum og ljósmyndavélum úr fórum hans í tilefni af sýningu myndarinnar Úr Eyjum.

    Kl. 13:00 í Einarsstofu. Erlendur Sveinsson opnar myndlistarsýningu föður síns, Sveins Björnssonar.
    Kl. 13:30 í Sagnheimum. Erlendur Sveinsson forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands fjallar um myndefni í Kvikmyndasafninu sem tengist Eyjum og sýnir um 30 mín. bút úr myndinni Úr Eyjum frá 1969. Víglundur Þorsteinsson opnar síðu á Heimaslóð sem helguð er Árna símritara.
    Kl. 14:30 Kaffi og meðlæti.
    Kl.15:00 í Sagnheimum. Egill Helgason þáttastjórnandi Kiljunnar fjallar um jólabókaflóðið m.m.
    Guðmundur Andri Thorsson les úr nýrri bók sinni.

    Betel
    KL. 16.00 Styrktarfélagstónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja.

    Safnahús /Sagnheimar
    Kl. 20:00,Eyjapeyjar í Eldey 1971 og 1982“, saga í máli og myndum. Ragnar Jónsson, Hörður Hilmisson og Henry Gränz segja frá.
    Akóges
    Kl. 21:00 Marlene Dietrich – Hrund Ósk Árnadóttir og Pálmi Sigurhjartarson flytja valin lög sem þessi einstaka söngkona gerði fræg um miðja síðustu öld. Aðgöngumiðar seldir í Safnahúsi og við innganginn. Aðgangseyrir kr. 2000.-

    Sunnudagur 3. nóvember
    Sæheimar
    Kl. 16:00 Halastjörnur. Karl Gauti Hjaltason fræðir unga sem aldna um leyndardóma halastjarnanna.

    Opnunartímar:
    Sagnheimar og Sæheimar laugardag og sunnudag 13.00 – 16.00
    Alþýðuhúsið Myndlistarsýning laugardag og sunnudag 13.00 – 16.00
    Vestmannaeyjaflugvöllur laugardag og sunnudag 10.00 – 18.00
    Bókasafn laugardag 11.00 – 16.00
    Bátasafn Þórðar Rafns við Flatir laugardag 13.00 – 16.00
    Surtseyjarstofa laugardag 13.00 – 16.00