Fara í efni
17.02.2006 Fréttir

Róum í takt

Íbúaþing Eyjamanna í Höllinni laugardaginn 18. febrúar. Sjá dagskrá hér fyrir neðan Laugardaginn 18. febrúar næstkomandi, verður haldið íbúaþing í Eyjum. Íbúaþing er vettvangur þar sem íbúum gefst einstakt tækif
Deildu

Íbúaþing Eyjamanna í Höllinni laugardaginn 18. febrúar. Sjá dagskrá hér fyrir neðan

Laugardaginn 18. febrúar næstkomandi, verður haldið íbúaþing í Eyjum. Íbúaþing er vettvangur þar sem íbúum gefst einstakt tækifæri til að láta rödd sína heyrast og taka virkan þátt í umræðu um framtíð og stefnu bæjarfélagsins.

Þingið verður haldið í Höllinni og stendur frá kl. 10.30 og fram eftir degi. Fólk getur valið um hvort það lítur inn í stuttan tíma, tekur þátt í einum umræðuhópi eða er með allan daginn. Munurinn á íbúaþingum Alta og hefðbundnum borgarafundum liggur fyrst og fremst í því að notaðar eru aðrar aðferðir við stjórnun þingsins og hópanna. Allir hafa jafna möguleika á að koma hugmyndum sínum og ábendingum á framfæri á einfaldan hátt án þess að standa upp og halda ræður. Íbúaþing er vettvangur, þar sem fram fer kraftmikil og málefnaleg umræða og lifandi gerjun hugmynda með þátttöku allra, líka þeirra sem alla jafna láta lítið fyrir sér fara á fundum. Það er samdóma álit þeirra sem tekið hafa þátt í íbúaþingum Alta að það hefur verið gagnlegt, lærdómsríkt og umfram allt skemmtilegt.

Eyjamenn hafa staðið frammi fyrir ýmsum breytingum á undanförnum árum, s.s. fækkun íbúa og minnkandi kvóta. Slæm fjárhagsstaða bæjarfélagsins er einnig takmarkandi þáttur. Þrátt fyrir þetta er samfélagið sterkt og vaxtarbroddarnir margir. Með íbúaþinginu er ætlunin að virkja þann kraft sem býr í íbúunum sjálfum. Hvert vilja Eyjamenn stefna, hvar sjá þeir sóknarfæri?

Meðal viðfangsefna í umræðuhópum er atvinnulíf og samgöngur, samfélags- og fræðslumál og umhverfi og auðlindir.
Í skipulagshópum verður viðfangsefnið skipulag miðbæjar og tenging við hafnarsvæði og verður þar unnið með hugmyndir íbúa yfir kort.
Fyrir þingið verður unnið með börnum og unglingum í skólum bæjarins og munu fulltrúar þeirra kynna sínar hugmyndir á þinginu.

Helstu skilaboð þingsins og viðbrögð bæjarstjórnar, verður síðan kynnt, að öllum líkindum 28. febrúar

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar

Ráðgjafarfyrirtækið Alta sem hefur umsjón með þinginu.

Róum í takt
Íbúaþing Eyjamanna
Laugardaginn 18. febrúar
Höllinni

Líttu inn og taktu þátt í einum vinnuhópi eða fleiri eða vertu með allan daginn

Þín skoðun skiptir máli

Barnagæsla og veitingar á staðnum

Kl.

Dagskrárliðir:

10.15

Húsið opnar, kaffi á könnunni og tónlistaratriði...

10.30

Setning; Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri

10.45

Hvert ætlum við Eyjamenn?

Hvað höfum við, eða höfum ekki?

Hvert viljum við stefna?

Hver eru brýnustu verkefnin?

Umhverfi, efnahagur og samfélag

12.15

Hádegishlé

Veitingar í hádegi

12.45

Samantekt úr umræðu fyrir hádegið og börn og unglingar kynna niðurstöður vinnu í skólum

13.00

Atvinnulíf og samgöngur

- Sóknarfæri í atvinnulífi

- Mannauður í Eyjum

- Vaxtarsamningur

- Samgöngur til lands

- Búsetuþróun og þjónusta

Samfélags- og fræðslumál

- Fjölskylduvænt samfélag

- Leik- og grunnskólar

- Íþróttir og tómstundir

- Aðstæður aldraðra

- Menning og sköpun

Skipulag miðbæjar og tenging við hafnarsvæði

- Unnið yfir kort

14.30

Kynning á niðurstöðum hópa

Kaffi og meðlæti

15.00

Umhverfi og auðlindir

- Auðlindir

- Náttúruvernd

- Umgengni og ásýnd

- Skipulagsmál

- Sjálfbærni

Leit að lausnum og tækifærum

- Hvernig viljum við nýta helstu tækifærin og leysa brýnustu verkefnin?

- Hvernig og hverjir?

- Áfangar á leiðinni

Skipulag miðbæjar og tenging við hafnarsvæði

- Unnið áfram yfir kort

16.30

Kynning á niðurstöðum hópa

17.00

Þingi slitið

Skilaboð íbúaþings og viðbrögð bæjarstjórnar

Kynning á opnum fundi þriðjudagskvöldið 28. febrúar í Höllinni kl. 20.00

Alta kynnir helstu skilaboð íbúaþingsins í máli og myndum og fulltrúi bæjarstjórnar skýrir frá viðbrögðum bæjarstjórnar