Sigurjón Óskarsson frá útgerð Þórunnar Sveinsdóttur kom á tónleikana og styrkti hópinn með veglegri peningagjöf. Forráðamenn Skemmunar, en það kalla þeir þennan hóp sem stóð að fjálöflunartónleikunum eru þeir Andri Eyvindsson og Viktor Smári Kristjánsson sem leika saman í hljómsveitinni Wöndu. Þeir voru ánægðir og þakklátir fyrir aðsóknina og rausnalegan stuðning útgerðarinnar.
Velheppnaðir Risatónleikar í Gamla Áhaldahúsinu á föstudagskvöld skilaði unglingahljómsveitum bæjarins góðum árangri og voru velsóttir. Menn höfðu talað sig saman um að nauðsynlegt væri orðið að gera bragabót á æfingaaðstöðunni sem hljómsveitirnar hafa haft niður í Fiskiðju fyrir velvilja Vinnslustöðvarinnar. Sú ákvörðun var tekin að halda tónleika og bauð bærinn þeim ókeypis afnot af Gamla Áhaldahúsinu. Það voru 10 hljómsveitir sem stigu á stokk og fluttu frumsamda tónlist við góðar undirtektir áheyrenda, sem voru himinlifandi með framtakið. Undirritaður kíkti við á endasprettinum og fannst mikið tilkoma það sem hann heyrði og hafði sérstaklega gaman af tilraunatónlist Analog hópsins sem var síðastur á dagskránni. Sigurrósar menn og fleiri hafa auðsýnilega haft sín áhrif. Að sögn Andra Eyvindssonar er mikil breydd í tónlistarstarfi hljómsveitanna um þessar mundir og gróska. Óskum þeim enn og aftur til hamingju með framtakið og þetta er vonandi byrjun á almennu frumkvæði hópa og félaga sem vilja hasla sér völl í menningarlífi bæjarins.
Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu og menningarsviðs Vestmannaeyjabæjar.