Af hálfu verktakans Suðurverks er unnið dag og nótt að því að flytja grjót niður í brimvarnargarðana með tröllauknum námubílum sem sumir geta tekið allt að 55 tonnum í hverri ferð.
Á meðfylgjandi myndum, sem Ólafur Sigurjónsson á Forsæti í Villingaholtshreppi tók í gær má sjá hversu góður gangur er í verkinu aðeins þremur dögum eftir að fyrsta grjótfarminum var sturtað í sandinn. Á síðari myndinni má svo líta millilagerinn í Markarfljótinu.
Heimild: www.sigling.is