Fara í efni
01.07.2009 Fréttir

Rífandi gangur í Landeyjahöfn

Eins og frá hefur verið sagt náðist á laugardag sá áfangi í gerð Landeyjahafnar í Bakkafjöru, að fyrsta grjóthlassinu í fyrirhuguðum brimvarnargörðum var komið fyrir í fjöruborðinu. Garðarnir tveir verða fullgerðir um 700 metrar á lengd og hafa þann tilgang að verja höfnina og ferjubryggjuna gegn ágangi sjávar. Efnismagnið sem þarf í svo öflug mannvirki verður alls um 1,3 milljón tonn af grjóti en heildarmagnið í verkinu verður um 2 milljón tonn. Efnistaka hófst sl. haust úr nánum, en búið er að safna 1,5 milljónum tonna af grjóti á Markarfljótsaura fyrir ofan Hringveginn.
Deildu

Af hálfu verktakans Suðurverks er unnið dag og nótt að því að flytja grjót niður í brimvarnargarðana með tröllauknum námubílum sem sumir geta tekið allt að 55 tonnum í hverri ferð.

 

Á meðfylgjandi myndum, sem Ólafur Sigurjónsson á Forsæti í Villingaholtshreppi tók í gær má sjá hversu góður gangur er í verkinu aðeins þremur dögum eftir að fyrsta grjótfarminum var sturtað í sandinn. Á síðari myndinni má svo líta millilagerinn í Markarfljótinu.

 

Heimild: www.sigling.is