Á myndinni með afmælisbarninu eru dætur Ragnheiðar, Fríða og Gerður.
Á þriðja hundrað manns mætti í veglega afmælisveislu sem niðjar Ragnheiðar héldu henni að Hraunbúðum. Lúðrasveit Vestmannaeyja lék nokkur lög, Guðrún Erlingsdóttir færði afmælisbarninu blóm frá Vestmanneyjabæ og henni bárust gjafir og blóm úr öllum áttu að sögn Fríðu dóttur hennar. Það sem gladdi Ragnheiði einna mest var allur sá fjöldi niðja hennar sem kom hingað til að gleðjast með henni á þessum merku tímamótum. Fríða biður fyrir þakklæti til allra sem glöddu hana með nærveru sinni, blómum, skeytum og gjöfum. Sérstakar þakkir til starfsfólksins. Þetta mun vera í fyrsta skiptið sem vistmaður á Hraunbúðum heldur upp á 100 ára afmæli sitt þar.
Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu og menningarsviðs Vestmannaeyjabæjar.