Fara í efni
13.07.2023 Fréttir

Rafræn undirritun allra teikninga byggingarfulltrúa

Frá og með, 1. júní 2023, tók embætti byggingarfulltrúa Vestmannaeyjabæjar upp rafrænar undirritanir á allar teikningar, þ.e. aðaluppdrætti, sérteikningar og raflagnateikningar.

Deildu

Er þetta enn eitt skrefið í stafrænni vegferð sveitarfélagsins og liður í því að einfalda þjónustuferla sem og spara um leið tíma og kostnað.

Byggingarfulltrúi sendir beiðni um fullgilda rafræna undirritun til hönnuða eftir yfirferð og afgreiðslufund byggingarfulltrúa. Þegar því er lokið eru teikningar settar inn á kortasjá Vestmannaeyjabæjar þar sem hönnuðir og aðrir geta sótt sér þær. Pappír er því óþarfur í umsýslu nýjustu málanna ef hönnuðir eru með rafræn skilríki.

Fyrirspurnir er hægt að senda á netfangið bygg@vestmannaeyjar.is