Fara í efni
27.11.2005 Fréttir

Ráðstefna eingöngu ætluð körlum

Karlaráðstefna um jafnréttismál verður haldin í Salnum í Kópavogi, fimmtudaginn 1. desember næstkomandi frá kl. 9-12.. Ráðstefnan er eingöngu ætluð körlum, með þeirri undantekningu að Frú Vigdís Finnbogadóttir
Deildu

Karlaráðstefna um jafnréttismál verður haldin í Salnum í Kópavogi, fimmtudaginn 1. desember næstkomandi frá kl. 9-12.. Ráðstefnan er eingöngu ætluð körlum, með þeirri undantekningu að Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, mun ávarpa ráðstefnuna og sitja hana sem verndari og heiðursgestur. Karlar eru hins vegar hvattir til að sækja ráðstefnuna og er aðgangur ókeypis meðan húsrúm leyfir.

Árni Magnússon, félagsmálaráðherra boðar til karlaráðstefnunnar. Að undirbúningi hennar með ráðherra hefur komið hópur manna, sem í sitja, Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, Gunnar Páll Pálsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, Ingólfur V. Gíslason, sviðsstjóri á Jafnréttisstofu, Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins og Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst. Allir munu þeir flytja framsöguerindi á ráðstefnunni og einnig mun Þráinn Bertelsson, rithöfundur flytja erindi.

Egill Helgason, sjónvarpsmaður, stýrir tvennum pallborðsumræðum á karlaráðstefnunni. Á öðru pallborðinu sitja ungir karlmenn úr stjórnmálaflokkunum þeir Bolli Thoroddsen, formaður Heimdallar, Egill Arnar Sigurþórsson, varaformaður Sambands ungra framsóknarmanna, Jens Sigurðsson, framkvæmdastjóri Ungra Jafnaðarmanna, Emil Hjörvar Petersen, varaformaður Ungra vinstri grænna og formaður VG í Kópavogi, og Andri Sigurðsson, í stjórn Ungra frjálslyndra. Á hinu pallborðinu sitja reynsluboltar, sem unnið hafa að ýmsum þáttum sem snúa að jafnréttismálum frá sjónarhóli karla. Þeir eru: séra Bragi Skúlason, Sigurður Svavarsson, bókaútgefandi og fyrrverandi formaður karlanefndar Jafnréttisráðs, Hafsteinn Karlsson, skólastjóri , Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar og Hjálmar G. Sigmarsson, fulltrúi karlahóps Feministafélags Íslands.

Þórhallur Gunnarsson, sjónvarpsmaður, verður ráðstefnustjóri.

Dagskrá karlaráðstefnunnar er eftirfarandi:

  • · 9:15 - 9:20 Ráðstefnan sett: Árni Magnússon, félagsmálaráðherra
  • · 9:20 - 9:30 Ávarp Frú Vigdísar Finnbogadóttir
  • · 9:30 - 10:20 Framsöguerindi:
  • Atvinnulífið græðir á jafnrétti. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
  • Jafnrétti á fjármálamarkaði. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka
  • Jafnrétti er allra hagur. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR
  • Á hverfanda hveli. Ingólfur V. Gíslason, sviðsstjóri hjá Jafnréttisstofu.
  • Láta karlar verkin tala? Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins
  • Veldur menntun misrétti? Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst

· 10:20 - 10:40 Kaffihlé

· 10:40 - 11:00 Þráinn Bertelsson, rithöfundur.

· 11:00 - 11:51 Tvennar pallborðsumræður undir stjórn Egils Helgasonar, sjónvarpsmanns.

  • Ungir karlar úr stjórnmálaflokkunum
  • Reynsluboltar úr jafnréttismálum

· 11:51 - 11:59 Ráðstefnuslit - Árni Magnússon, félagsmálaráðherra

Ráðstefnustjóri Þórhallur Gunnarsson, sjónvarpsmaður


Nánari upplýsingar um framsöguerindi á Karlaráðstefnu um jafnréttismál , Salnum í Kópavogi, 1. desember 2005, frá kl. 9-12.

Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins: Atvinnulífið græðir á jafnrétti

Mismunun í atvinnulífi felur í sér sóun.Hvaða þjóðfélagsþættir koma í veg fyrir jafnrétti á vinnumarkaði og hvernig er hægt að jafna þá þætti?

Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka: Jafnrétti á fjármálamarkaði.

Hver er staða jafnréttismála á fjármálamarkaði. Hvað er í veginum?

Gunnar Páll Pálsson, formaður VR: Jafnrétti er allra hagur

Jafnrétti á vinnumarkaði frá sjónarhóli verkalýðshreyfingarinnar.

Ingólfur V. Gíslason, sérfræðingur á Jafnréttisstofu: Á hverfanda hveli

Litið yfir þróun í samskiptum kynjanna síðustu áratugi og spáð

í framtíðina.

Ólafur Þ. Stephensen, aðstoðarritstjóri: Láta karlar verkin tala?

Karlar tala lítið um jafnréttismál en þeir hafa tekið möguleika á

fæðingarorlofi opnum örmum. Hvað þýðir fæðingarorlof feðra fyrir karla,

konur, börn og samfélag?

Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst: Veldur menntun misrétti?

Um menntakerfi, jafnrétti, samfélag og kynjakvóta.

Nánari upplýsingar um karlaráðstefnuna veita Ingi Valur Jóhannsson, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu og Pétur Gunnarsson, upplýsingafulltrúi í félagsmálaráðuneytinu, í síma: 545-8100 og Pétur í síma: 863-0306

Af vef félagsmálaráðuneytisins.

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar.