Fara í efni
12.07.2022 Fréttir

Ráðgjafi í félagsþjónustu

Vestmannaeyjabær auglýsir eftir ráðgjafa til starfa hjá fjölskyldu- og fræðslusviði Vestmannaeyjabæjar. Um er að ræða 100% stöðu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Starfið er á sviði félagsþjónustu- og barnaverndar. Næsti yfirmaður er yfirfélagsráðgjafi.

Deildu

Helstu verkefni ráðgjafa

  • Vinna við m.a. þjónustu, aðstoð og ráðgjöf í tengslum við félagslega aðstoð og ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, málefni barna og ungmenna, húsnæðismál, vímuvarnir o.fl.
  • Vinna við barnavernd
  • Sinnir hlutverki málstjóra vegna farsældar barna
  • Vinnur með fjölskyldum og samstarfsaðilum vegna vinnslu mála
  • Þverfagleg teymisþáttaka

Menntun og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. félagsráðgjöf, sálfræði, lögfræði
  • Þekking og reynsla af starfi við barnavernd og/eða félagsþjónustu
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og þverfaglegu starfi
  • Gott vald á íslenskri tungu
  • Góð alhliða tölvukunnátta

Nánari upplýsingar veitir Silja Rós Guðjónsdóttir, yfirfélagsráðgjafi Vestmannaeyjabæjar í tölvupósti silja@vestmannaeyjar.is eða í síma 488 2000 .

Hvatning er til allra áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020.

Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á netfangið silja@vestmannaeyjar.is. Með umsókn þarf að fylgja ferilsskrá um fyrri störf og menntun ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningum við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur er til og með 29. júlí 2022