Helstu verkefni sem heyra undir ráðgjafaþroskaþjálfa er umsjón með yngri börnum með sérþarfir og/eða fötlun þar sem unnið er með greiningu, ráðgjöf, fræðsluleiðsögn og stuðningi við þjónustnotendur og starfsmenn ásamt umsjón með umönnunargreiðslum og stuðningsfjölskyldur.
Hæfniskröfur:
· Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi til að starfa sem slíkur
· Reynsla af starfi með börnum
· Hæfni í mannlegum samskiptum og góðir skipulagshæfileikar
· Sjálfstæði í starfi
· Reynsla af teymisvinnu og áhuga á þróunarstarfi
Upplýsingar veitir Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar (jonp@vestmannaeyjar.is) í síma 488 2000.
Umsóknarfrestur er til og með 20. desember 2017. Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á netfangið jonp@vestmannaeyjar.is. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá um fyrri störf og menntun ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfi.