Fara í efni
13.01.2023 Fréttir

Laust starf í stuðningsþjónustu

Stuðningsþjónusta – sveigjanlegur vinnutími

Deildu

Starfið felur í sér aðstoð við einstaklinga inni á heimili þeirrra við athafnir daglegs lífs, þrif, matarinnkaup, frekari liðveisla ofl. Starfið krefst sjálfstæðra vinnubragða og góðrar hæfni í mannlegum samskiptum.

Um er að ræða dagvinnustarf í 60 % starfshlutfalli og er vinnutími samkomulag. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1 febrúar 2023 eða eftir nánara samkomulagi

Laun eru samkvæmt stéttarfélagi Stavey eða Drífanda og Sambandi íslenskra sveitafélaga.

Sótt er um starfið í íbúagátt - Mínar síður á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar www.vestmannaeyjar.is

Nánari upplýsingar veitir Kolbrún Anna Rúnarsdóttir deildarstjóri Stuðningsþjónustu í síma 488-2607 eða kolla@vestmannaeyjar.is.

Eða Thelma Rós Tómasdóttir deildarstjóri í málefnum aldraðra á Thelma@vestmannaeyjar.is

Vestmannaeyjabær hvetur alla áhugasama um að sækja um starfið óháð kyni.

Umsóknarfrestur er til og með 25.janúar

Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir