Fara í efni
06.09.2012 Fréttir

Óskar Björgvinsson ljósmyndari - líf og starf

 
Laugardaginn 8. september kl. 14.  verður Óskars minnst í Einarsstofu en 5. september 2012 voru rétt 70 ár liðin frá fæðingu hans. Í tilefni þess mun fjölskylda Óskars afhenda gríðarlega stórt ljósmyndasafn hans, líklega um 150.000 myndir, sem spannar hartnær 40 ár úr lífi Eyjamanna.
 
 
Deildu
Dagskrá:
Kristín Halla Baldvinsdóttir frá Þjóðminjasafni Íslands fjallar um gildi ljósmyndasafna á borð við safn Óskars og með hvaða hætti okkur ber að varðveita það
Vinir og fjölskylda minnast Óskars með stuttum ávörpum
Fulltrúar fjölskyldunnar afhenda ljósmyndasafn Óskars formlega Bæjarstjóri veitir safninu viðtöku
Óvæntur dagskrárliður
Kaffiveitingar
Sýnishornum úr myndasafninu verður varpað á tjald á meðan á kaffiveitingum stendur og á veggjum Einarsstofu verða stækkaðar myndir úr landslagsmyndasafni Óskars auk annarra muna úr fórum fjölskyldunnar.
Allir hjartanlega velkomnir.