Fara í efni
21.01.2014 Fréttir

Óskað eftir tillögum að nafni á nýju menningarhúsi

 Gamla félagsheimilið við Heiðarveg hefur tekið miklum stakkaskiptum síðustu mánuðina og hefur átt sér stað mikil endurnýjun innan veggja húsnæðisins. 
Deildu
Nú stendur til að þróa starfsemi hússins yfir í menningarhús fyrir Vestmannaeyjar, sem þjóna mun hlutverki miðstöðvar fyrir menningar- og listaviðburði í bænum.


Vestmannaeyjabær ætlar að þessu tilefni að efna til samkeppni um nafnagift á húsið og óskar eftir tillögum.  Í kjölfar þess að nýtt nafn verður valið á húsið mun fara fram önnur samkeppni um „logo“ tengt nafninu, en það verður auglýst síðar. Verðlaun verða veitt fyrir nafnið sem fyrir valinu verður.

Tillögur að nafni á menningarhús Vestmannaeyja sendist á tölvupóstfangið menningarhus@vestmannaeyjar.is fyrir 29. janúar næstkomandi. Þeim skal fylgja stuttur rökstuðningur á nafnavalinu ásamt nafni og símanúmeri sendanda.

 

Stýrihópur um nýtt Menningarhús