Búið er að koma fyrir rampi að öðrum af tveimur inngöngum hússins. Jafnframt er búið að setja bráðabirgðahandrið að efri inngangi Ráðhússins.
Til stendur að opna húsið fyrir viðskiptavini á morgun, miðvikdaginn 13. júlí nk. Opið verður á hefðbundnum opnunartíma frá 8:00-15:00 mánudaga til fimmtudaga og 8:00-13:00 á föstudögum.
Einnig er hægt að ná í starfsfólk bæjarskrifstofanna í síma 488 2000 eða senda tölvupóst á starfsfólk sviðsins.
Þegar frágangi að utan og á 2. og 3. verður að mestu lokið síðar í sumar, stendur til að hafa húsið til sýnis fyrir bæjarbarbúa og verður það auglýst þegar nær dregur.
