Athöfnin hefst kl. 15:15 og eru allir hjartanlega velkomnir. Ingólfsstofa verður lesstofa safnsins og jafnframt verður þar vistað hið merkilega bókasafn Ingólfs er hann afhenti safninu að gjöf. Forsprakkar verkefnisins, Kári Bjarnason og Guðjón Hjörleifsson, munu gera grein fyrir safninu og Sigurgeir Jónsson mun minnast Ingólfs.
Veitingar verða að hætti Ingólfs.