Fara í efni
01.06.2022 Fréttir

Opnað fyrir sölu á ljósleiðaratengingum í dreifbýli

Í dag var opnað fyrir sölu á ljósleiðaratengingum í dreifbýli Vestmannaeyjabæjar.

Deildu

Undanfarna mánuði hefur Vestmannaeyjabær unnið að lagningu ljósleiðara í dreifbýli sveitarfélagsins. Er hér um styrkhæft verkefni að ræða sem fellur undir verkefni Iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins og kallast „Ísland ljóstengt“

Íbúum og fyrirtækjum sem staðsett eru í dreifbýlinu stóð til boða að þiggja tengingu við kerfið sem flestir gerðu. Dreifbýlið takmarkast við þau íbúahús og fyrirtæki sem eru sunnan við Lukku miðað við línu sem liggur á milli íbúabyggðar og flugvallar

Í dag var opnað fyrir sölu inn á kerfið og geta nú þeir íbúar og fyrirtæki í dreifbýli sveitarfélagsins  og þáðu tengingu, sótt um að fá internettengingu hjá sínum internet þjónustuaðila.

Í framhaldi af þessu verkefni er svo Vestmannaeyjabær að leggja í það verkefni að ljósleiðaravæða restina af sveitarfélaginu og hefjast framkvæmdir við fyrsta áfanga nú í sumar.

Dreifbýlið afmarkast af því svæði sem er fyrir sunnan grænu línuna á myndinni hér fyrir neðan.  Þjónustuveitur sem lýst hafa yfir áhuga á að þjóna þessu svæði hafa fengið sendar upplýsingar um þau staðföng sem eru tengd kerfinu.