Opinn fundur um stöðu þolenda kynferðislegs ofbeldis verður haldinn í safnaðarheimili Landakirkju miðvikudaginn 28. mars kl. 20:00.
Fundurinn er sérstaklega ætlaður þolendum, aðstandendum, fagfólki og öðrum þeim sem vilja kynna sér málefnið. Fyrirlesari er Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi og talskona Stígamóta.
Stefnt er að myndun sjálfshjálparhópa þolenda kynferðislegs ofbeldis.
Að fundinum standa Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, Fjölskyldu- og fræðslusvið Vestmannaeyjabæjar og Landakirkja
Allir hjartanlega velkomnir.