Hjónin munu fara víða og kynna sér blómlegt og ört vaxandi samfélag okkar Eyjamanna ásamt því að eiga fund með bæjarstjórn.
Fyrsti liður í heimsókninni er móttaka og opið hús i Sagnheimum þar sem tekið verður hátíðlega á móti forsetahjónunum kl. 16:30 á fimmtudag. Bæjarbúum gefst þar kostur á að hitta forsetahjónin og taka þátt í hátíðlegri dagskrá þar sem boðið verður upp á tónlistaratriði og börn af leikskólanum Sóla munu syngja. Þá munu forseti og bæjarstjóri flytja stutt ávörp.
Bæjarbúar eru eindregið hvattir til að mæta.
