Fara í efni
27.11.2007 Fréttir

Opið hús í Vosbúð

Þann 1. mars 2007 samþykkti Menningar -og tómstundaráð Vestmannaeyja að koma á fót Menningarmiðstöð fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára en töluverður þrýstingur hafði þá verið á bæjaryfirvöld f
Deildu

Þann 1. mars 2007 samþykkti Menningar -og tómstundaráð Vestmannaeyja að koma á fót Menningarmiðstöð fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára en töluverður þrýstingur hafði þá verið á bæjaryfirvöld frá ungmennum vegna aðstöðuleysis. Vestmannaeyjabær tók á leigu húsnæði Miðstöðvarinnar, Vosbúð, við Strandveg 65. Ungmennin sjálf hafa unnið þá undirbúningsvinnu sem vinna þurfti til að koma húsinu í það horf sem það er komið í. Eiga þau hrós skilið fyrir sinn óeigingjarna þátt og sérstök ástæða er til að hrósa stjórn nemendafélags Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum sem komið hefur myndarlega að öllum undirbúningi.

Fyrirhugað er að margvísleg starfsemi verði í húsinu en nú þegar er komin aðstaða til að spila billjard og tölvuleiki, þráðlaus nettenging er á staðnum, glæsilegt sjónvarp og heimabíó og fótboltaspil er væntanlegt. Jafnframt verður hægt að halda þar fyrirlestra, námskeið og aðrar uppákomur.

Opið hús verður í Vosbúð á nú þriðjudaginn frá 17-19. Allir velunnarar ungmenna eru velkomnir að kíkja á aðstöðuna.

Margrét Rós Ingólfsdóttir
forstöðumaður