Í tilefni 100 ára fæðingardags Ása í Bæ er þér boðið til dagskrár þar sem áherslan er einkum lögð á rithöfundinn Ása.
· Gunnlaugur, sonur Ása fjallar, um rithöfundinn Ása.
· Kári Gunnlaugsson og Ástgeir Ólafsson, sonasynir Ása, lesa valda kafla úr bókum Ása.
· Eyvindur Ingi Steinarsson og Molarnir flytja nokkrar af ógleymanlegu perlum Ása.
· Opnuð sýningin Ólíkar ásjónur Ása með málverkum, teikningum og ljósmyndum af Ása. Auk þess verða allar bækur hans sýndar, sumar áritaðar.
Allir hjartanlega velkomnir.
Dagskráin er styrkt af Menningarsjóði Sparisjóðsins