Útgáfa á Fréttabréfi Vestmannaeyjabæjar hefur mælst vel fyrir og vefsíða sveitarfélagsins er vel sótt. Vestmannaeyjabær hefur nú tekið ákvörðun um að bæta um betur og miðla á stafrænan máta upplýsingum af bæjarstjórnarfundum. Þannig munu hér eftir birtast myndbönd af bæjarstjórnarfundum ýmist í heild eða hluta. Á seinasta fundi ræddi bæjarstjórn meðal annars um málefni Landeyjahafna sem eru Eyjamönnum öllum hugleikin. Hægt er að horfa á upptöku af þeim hluta bæjarstjórnarfundar með því að smella á myndbandið hér til hliðar:
25.01.2013
Nýtt á heimasíðu
Vestmannaeyjabær hefur í vaxandi mæli leitað leiða til að miðla til íbúa upplýsingum um innri mál sveitarfélagsins.