Fara í efni
21.10.2021 Fréttir

Nýr sparkvöllur við Hamarsskóla

Framkvæmdir eru hafnar við nýjan sparkvöll við Hamarsskóla. Um er að ræða 6x12 m. minnivöll frá Proludic sem er lagður gervigrasi með böttum allan hringinn.

Deildu

Starfsmenn Tæknideildar og Þjónustumiðstöðvar sjá um allan undirbúning. Steinþór Einarsson og félagar hjá Garðyrkju ehf. settu sl. föstudag upp girðingar í samvinnu við starfsmenn Hellugerðar Agnars ehf., sem í framhaldi munu sjá um lagningu á gerfigrasi. Reiknað er með völlurinn verði tilbúinn á næstu dögum.