Fara í efni
26.11.2005 Fréttir

Nýr Leikskóli Vestmannaeyja rís.

Fyrsta skóflustungan tekin í dag . Áætluð verklok seint á næsta ári. Fyrirtækið 2þ ehf. sér um framkvæmdir. Þá eru framkvæmdir hafnar við langþráðan nýjan leikskóla á Sólalóðinni. Stórvi
Deildu

Fyrsta skóflustungan tekin í dag . Áætluð verklok seint á næsta ári. Fyrirtækið 2þ ehf. sér um framkvæmdir.

Þá eru framkvæmdir hafnar við langþráðan nýjan leikskóla á Sólalóðinni. Stórvirkar vinnuvélar eru komnar á svæðið og var fyrsta vélarskóflustungan tekin í dag, en eins og menn muna tóku börnin á leikskólum bæjarins fyrstu skóflustungurnar fyrir nokkru. Eins og fram hefur komið er það fyrirtækið 2Þ ehf. sem mun sjá um byggingu hins nýja leikskóla Vestmannaeyjar.

Þór Engilbertsson, eigandi fyrirtækisins, sagði við athöfnina að það væri hjátrú hjá honum að hefja verk á föstudegi eða laugardegi og því hafi verið ákveðið að hefja verkið í dag enda þarf fyrirtækið hans að hafa hraðar hendur við bygginguna. Ráðgert er að nýr leikskóli verði tilbúinn til notkunar í nóvember á næsta ári.

Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyja.