Fara í efni
04.05.2017 Fréttir

Nýr leikskólastjóri á Kirkjugerði

Deildu

Vestmannaeyjabær hefur ráðið Thelmu Sigurðardóttur sem leikskólastjóra Kirkjugerðis í eitt ár en hún mun taka við af Emmu Sigurgeirsdóttur leikskólastjóra.

 

Thelma lauk B.ed. í Grunnskólakennarafræði og hefur síðan bætt við sig námi m.a. í mannauðsstjórnun. Tekur hún við starfi leikskólastjóra á Kirkjugerði eftirsumarlokun leikskólans í ágúst.

 

Lög kveða á um að til þess að verða ráðinn leikskólastjóri við leikskóla skal umsækjandi hafa starfsheitið leikskólakennari og viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynslu á leikskólastigi. Ef enginn leikskólakennari sækir um er einungis heimilt að ráða í starfið að hámarki til eins árs í senn, einstakling sem ekki er með slíka menntun.  

 

Jón Pétursson

framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs