Fara í efni
02.06.2022 Fréttir

Nýr forstöðumaður íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja

Alls sóttu tólf umsækjendur um stöðu forstöðumanns og var Hákon Helgi Bjarnason valinn úr þeim hópi.

Deildu
Sund sundlaug rennibraut

Hákon Helgi lauk B.S. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík 2010 og MS í viðskiptafræði, með áherslu á nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi, frá Copenhagen Business School 2013. Hákon Helgi hóf störf sem forstöðumaður í Magasin du Nord í Kaupmannahöfn árið 2012 og sinnti því starfi til ársins 2016 þegar hann flutti heim til Íslands í eitt ár, og starfaði þá sem sérfræðingur á sviði viðskiptagreindar hjá Festi. Árið 2017 tók Hákon Helgi aftur við stöðu forstöðumanns hjá Magasin du Nord í Kaupmannahöfn og sinnti því starfi í 1 ár, þar til hann tekur við stöðu rekstarstjóra hjá Bestseller. 2019-2021 sinnti hann svo stöðu verslunar- og innkaupastjóra Galleri 17 fyrir NTC á Íslandi. Frá árinu 2021 hefur Hákon Helgi sinnt stöðu verslunarstjóra í Ármúlaversluns Símans.

Um leið og við bjóðum Hákon velkomin til starfa vill Vestmannaeyjabær þakka fráfarandi forstöðumanni Grétari Þór Eyþórssyni fyrir hans starf og óskum honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.