Menn fóru sér hægt í að flytja þær systur úr bílunum í laug og aðra laug í nýja húsinu við Fiskiðjuna. Allt þaulæft og gekk þrautalaust. Greinilegt að allt var þrautskipulagt og allt til staðar þannig að flutningurinn yrði sem öruggastur.
Strax í gærkvöldi voru þessir nýju Vestmannaeyingar farnir að hreyfa sig í lauginni og éta sem veit gott um framhaldið. Þær eru í dag tíu til ellefu ára gamlar en mjaldrar geta orðið 40 til 50 ára þannig að þær gætu átt góða daga og ár í stóru kvínni í Klettsvík sem verður heimili þeirra eftir hvíldarinnlögn í lauginni næstu 40 daga eða svo.