Kveikjum neistann er rannsóknar- og þróunarverkefni við Grunnskóla Vestmannaeyja. Nýverið birtist vísindagrein um verkefnið í alþjóðlegu tímariti í fyrsta sinn en í henni er m.a. fjallað um árangurinn eftir fyrsta árið. Höfundar greinarinnar eru Hermundur Sigmundsson, Helga Sigrún Þórsdóttir, Herdís Rós Njálsdóttir og Svava Þ. Hjaltalín.
Óskum Eyjakonunum Helgu Sigrúnu og Herdísi Rós innilega til hamingju með greinina sem hægt er að nálgast hér: https://www.mdpi.com/2076-3425/12/12/1670
