Fara í efni
09.11.2005 Fréttir

Ný vefsíða, Heimaslóð opnuð formlega á Nótt safnanna

Alfræðiorðabók um Vestmannaeyjar Þarna eiga allir möguleika á að komast inn og bæði afla sér þekkingar og bæta við þær upplýsingar sem þar er að finna og koma á framfæri leiðréttingum ef fólk
Deildu

Alfræðiorðabók um Vestmannaeyjar Þarna eiga allir möguleika á að komast inn og bæði afla sér þekkingar og bæta við þær upplýsingar sem þar er að finna og koma á framfæri leiðréttingum ef fólki finnst ástæða til æðiorðabók um Vestmannaeyjar.

Um helgina verður formlega opnaður nýr vefur á vegum Vestmannaeyjabæjar sem hefur fengið heitið Heimaslóð eða heimaslod.is sem er veffangið. Þar er þegar að finna mikinn fjölda upplýsinga um Vestmannaeyjar fyrr og nú en þó króginn sé kominn í heiminn á hann eftir að taka út þroska, stækka og dafna en tilgangurinn með honum er að styrkja rætur Eyjamanna nær og fjær, miðla þekkingu milli kynslóða og skapa gagnvirkan margmiðlunarvef um Vestmannaeyjar.
Frosti Gíslason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs bæjarins, er aðalhvatamaður að Heimaslóð og sér hann fyrir sér að með vefnum verði hægt að efla vitund okkar fyrir nánasta umhverfi og rótum okkar Eyjamenningar.

?Þarna sé ég líka fyrir mér vettvang til að sameina á einum stað alla helstu þekkingu sem til er um Vestmannaeyjar og útbúa nákvæma og ítarlega upplýsingalind fyrir okkur heimamenn, ferðamenn, og aðra áhugasama um okkar sérstæðu eyjamenningu. Og um leið að virkja kraft Netsins til að kynna Vestmannaeyjar. Þannig eigum við líka að læra að þekkja okkur sjálf," sagði Frosti um þetta hugarfóstur sitt sem nú er að líta dagsins ljós.
?Þarna eiga allir möguleika á að komast inn og bæði afla sér þekkingar og bæta við þær upplýsingar sem þar er að finna og koma á framfæri leiðréttingum ef fólki finnst ástæða til. Þarna höfum við og getum safnað saman miklu magni af upplýsingum og komið áfram á milli kynslóða sem ég er hræddur um að glatist annars," bætti hann við.
Nafnið Heimaslóð er sótt í smiðju Ása í Bæ og á forsíðunni er allur textinn og orð í honum eru notuð sem tenglar inn á undirsíður. Fyrsta lína er; Meðan öldur á Eiðinu brotna og er Eiðinu tengill inn á undirsíðu um Þrælaeiði sem er gamla nafnið á því Eiði sem við þekkjum í dag. Þar er að finna ýmsar upplýsingar um Eiðið og einnig eru þar tenglar á aðrar undirsíður. Þannig að ferðin sem hófst á forsíðunni heldur áfram og áfram eins lengi og hver vill og nennir. Allt er þetta sett upp á einfaldan hátt þannig að fólk á öllum aldri á auðveldlega að geta nýtt sér heimaslod.is.

Birt með leyfi ritstjóra af vef eyjafrétta.is

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyja.