Tillagan gerir ráð fyrir nýrri vatnsleiðslu, NSL4, sem lögð verður til hliðar núverandi leiðslu, NSL3, um 12,5 km leið milli lands og eyja. Markmið framkvæmdarinnar er að tryggja afhendingu vatns til Vestmannaeyja, en vegna skemmda á vatnsleiðslu NSL3 til Vestmannaeyja í nóvember 2023 er vatnsflutningur til Vestmannaeyja ótryggur.

Tillaga að breyttu aðalskipulagi gerir ráð fyrir að vatnslögn NSL4 komi í land austarlega í Skansfjöru og þaðan leidd um fjöruna að inntaki núverandi lagnar. Í aðalskipulagi verður fyrir nokkra landnotkunarreiti bætt við ákvæði um að háspennustrengir og stofnlagnir vatsveitu geti legið um svæðið enda sé frágangi þannig háttað að sem minnst rask hljótist af.
Íbúum og öðrum hagsmunaaðilum er boðið á opið hús hjá skipulagsfulltrúa dagsna 6-8. janúar 2026, klukkan 10-12 eða að bóka samtal samkvæmt samkomulagi.
Skipulagsgögn má finna á útprentuðu formi í afgreiðslu í Ráðhúsi Vestmannaeyja og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, mál nr. Mál nr.1686/2025
Veittur er frestur til og með 19. janúar 2026 til að skila athugasemdum vegna málsins.