Fara í efni
23.03.2012 Fréttir

Ný og betri heimasíða vestmannaeyjar.is

Kynnum með stolti nýja og endurbætta heimasíðu Vestmannaeyjabæjar.
Deildu
Takmarkið með nýju síðunni  er að hún sé notendavæn og aðlaðandi, svo allir þeir sem þurfi á þjónustu Vestmannaeyjabæjar að halda geti fundið hana með lítilli fyrirhöfn. Takmark Vestmannaeyjabæjar með síðunni er að hún verði ávallt uppfærð fljótt og vel þannig að þjónusta bæjarins sé til staðar hvenær sem á þarf að halda. Við hvetjum fólk til að hafa samband ef það vill koma athugasemdum á framfæri varðandi efni sem það telji eiga erindi á síðuna. Síðan er unnin í samvinnu við SmartMedia í Vestmannaeyjum.