Fara í efni
21.10.2020 Fréttir

Ný leiktæki á skólalóð Hamarsskóla

Það var mikil gleði hjá nemendum Hamarsskóla í dag þegar ný leiktæki voru tekinn til notkunar á skólalóðinni

Deildu

Nemendur við Hamarsskóla fengu í dag að fara inná nýtt leiksvæði sem hefur verið í framkvæmd í nokkrar vikur. Nemendur Hamarsskólans hafa fylgst með framkvæmdum og beðið spennt eftir að það opnast fyrir almennan leik. Það ríkti því svo sannarlega mikil gleði hjá nemendum í frímínútum í dag. Nemendur voru allir sammála um að þetta sé rosalega flott og glæsilegt en jafnframt minntu á að það vantaði ærslabelginn.