Nýja heimasíðan býður upp á nútímalegt útlit með skýrari uppsetningu en sú fyrri, aukinni rafrænni þjónustu og einfaldari leiðum til að finna upplýsingar, t.d. er sérstakur tilkynningarhnappur til barnaverndar og spjallmenni sem getur svarað fyrirspurnum fljótt og veitt leiðbeiningar um hvar upplýsingar er að finna á síðunni.
Opnunin á nýju heimasíðunni markar stórt skref í átt að nútímalegri og notendavænni þjónustu fyrir íbúa og gesti sveitarfélagsins.
Íbúar, fyrirtæki og hagsmunasamtök geta núna einnig sent inn viðburði sem þeir vilja vekja athygli á sem munu þá birtast á sérstakri viðburðarsíðu.
Vestmannaeyjabær hvetur íbúa til að kynna sér nýju síðuna og senda ábendingar ef eitthvað má bæta. Það er von okkar að vefurinn muni vaxa og dafna í samstarfi við íbúa Vestmannaeyjabæjar.
