Átakið hefur verið unnið með fyrirtækinu Vöku, sem hefur komið til Eyja með flutningstæki og fjarlægt þá bíla sem eftir standa.
Þetta er dýrt og lendir kostnaður, sem útaf stendur eftir uppboð á viðkomandi bílum, á eiganda bíls.
Vonandi þarf ekki til þess að koma og til að létta undir með fólki þá geta starfsmenn Þjónustumiðstöðvar fjarlægt umrædda bíla, eigendum að kostnaðarlausu.
Tökum nú hressilega til í þessum efnum.
