Fara í efni
01.09.2020 Fréttir

Nú er Sumarlestri Bókasafnsins 2020 lokið!

Um 70 börn tóku þátt í Sumarlestrinum og í heildina lásu þau 290 bækur sem samtals voru u.þ.b. 27.000 blaðsíður!

Deildu

Öll börn sem tóku þátt í Sumarlestrinum mega koma á safnið til okkar og sækja smá glaðning fyrir þátttökuna. Þau sem koma að sækja glaðning þurfa að láta vita af sér í afgreiðslunni og ná í glaðninginn á gjafatréð. Hægt verður að sækja glaðninginn á opnunartíma (alla virka daga frá kl 10-17) næstu tvær vikurnar, til 15. september.
Við drógum í happdrættinu í síðasta sinn í sumar. Vinningshafarnir í happdrættinu eru:Aþena Ýr Adólfsdóttir 9 áraTheresa Lilja Vilmarsdóttir 9 áraVið veitum líka viðurkenningu fyrir þau börn sem lásu mest í sínum aldursflokki, en þau eru:Daníel Ingi Hallsson 8 áraDagur M. Benonýsson 11 áraVið höfum ekki enn náð í foreldra allra vinningshafa þannig við værum þakklát ef þið gætuð taggað þau hér fyrir neðan.Við þökkum öllum kærlega fyrir þátttökuna og hlökkum til vetursins með ykkur

- Starfsfólk Bókasafns Vestmannaeyja -