Fara í efni
24.10.2005 Fréttir

Nótt safnanna

Verður haldinn 11. og 12. nóvember. ´Komin til að vera. Starfsmenn fræðslu- og menningarsvið
Deildu

Verður haldinn 11. og 12. nóvember. ´Komin til að vera. Starfsmenn fræðslu- og menningarsviðs er nú að leggja lokahönd á undirbúning að "Nótt safnanna" og verður hún á svipuðum nótum og í fyrra. Þá verða öll söfn bæjarins opin og fleiri staðir fyrir bæjarbúa og boðið upp á ókeypis uppákomur, fróðleik og skemmtun. Eins og menn muna heppnaðist sá gjörningur vel í fyrr.

Við höfum verið í samstarfi við ýmsa aðila með undirbúning, forstöðumenn safnanna, starfsfólk á flugvellinum og kirkjuna. Líklegast er að dagskráin hefjist á föstudeginu þann 11. nóvember og þá á Skanssvæðinu, síðan verður dagskrá allan laugardaginn og endað á dansleik. Vitað er að við fáum 3 skáld til að lesa upp úr verkum sínum, eitt þeirra er Vilborg Dagbjartsdóttir og heimamenn verða með ýmsar uppákomur og fleira verður til fróðleiks og skemmtunar. Dagskránni verður gerð nánari skil hérna á vefnum og í bæjarblöðunum þegar nær dregur. Myndin sem fylgir þessum texta tók Ómar Garðarsson ritstjóri Frétta og fengum við góðfuslegt leyfi til að birta hana með þessum línum.

Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyja.