- Í ljósaskiptunum 14. nóv. - 19. nóv. Á ferð í norðri 2005.
1258 Bókasöfn á Norðurlöndum og Eystarasaltslöndunum, taka þátt í þessar árlegu bókasafnsviku. Sjá nánar og punkta um skáldið Selmu Lagerlöf hér fyrir neðan. Dagskrá á Bókasafni Vestmannaeyja:
- 14. nóvember kl. 18.00 verða ljósin slökkt og kveikt á kertaljósum og lesinn verður kafli úr ferðasögu Nilla Hólmgeirssonar sem er eftir Selmu Lagerlöf.
- Mun Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi sjá um hann.
- Á bókasafninu verða til kynningar bækur eftir Selmu Lagerlöf og ferðir og ferðalög Norðurlandabúa.
- Bókamarkaður Bókasafnsins allar bækur á 200 kr., 10 bækur á 1.500-.
- 16. nóvember DAGUR ÍSLENSKRAR TUNGU.
- 17. nóvember kl. 11.00 og 14.00 sögustund fyrir 3ja til 6 ára.
- 17. nóvember kl. 20.00 bókmenntakynning og fyrirlestur í Safnahús "Myndin af pabba - saga Thelmu", þetta er í samstarfi við Félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar
- ALLAR Selmur, Níelsar og Jónasar frá frítt bókasafnskort til tilefni af Norrænu bókasafnsvikunni og Dags íslenskrar tungu.
Nokkrir punktar um Selma Lagerlöf
Sænski rithöfundurinn Selma Lagerlöf fæddist þann 20. nóvember 1858 á bænum Mårbacka í Östra ?mtervik í Vermalandi. Hún ákvað ung að stefna að því að verða kennari og tók 23 ára gömul lán til þess að kosta sig til náms. Hún nam við Sjöbergs Lyceum för flickor og síðar nam hún við Högre Lärarinneseminariet í Stokkhólmi. Eftir kennarapróf flutti hún til Landskrona og starfaði þar sem kennari við Elementarskolan för flickor til ársins 1895. Selma gaf út sína fyrstu bók, Gösta Berlings saga, árið 1891, og varð á stuttum tíma heimsfræg. Þriðja skáldsaga hennar, útflytjendasagan Jerúsalem (1-2) kom út árin 1901-1902 og naut fljótlega mikillar hilli.Enn vinsælli varð þó sagan um Nilla Hólmgeirsson og ævintýraför hans um Svíþjóð sem út kom 1906-1907. Selmu hlotnuðust margar viðurkenningar á starfi sínu sem rithöfundur um ævina. Hún hlaut gullverðlaun Sænsku akademíunnar árið 1904 og heiðursdoktor við háskólann í Uppsölum varð hún 1907. Árið 1909 hlaut hún Nóbelsverðlaunin í bókmenntum, fyrst Svía og kvenna. Síðar keypti hún bernskuheimili sitt að Mårbacka, en fjölskyldan hafði misst jörðina eftir andlát föður Selmu. Hún byggði upp jörðina af miklum myndarskap og rak þar búskap alla tíð, ásamt ritstörfunum. Selma Lagerlöf lést snemma morguns, 16. mars árið 1950 eftir viku veikindi og var grafin í kirkjugarðinum í Östra-?mtervik. Frá Bókasafni Vestmannaeyja
Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyja.